Stöðvar
UNii stöðvarnar eru modular, sem þýðir að ekki þarf lengur að vera með allan stýrisbúnað á einum stað heldur hægt að dreifa honum yfir allt húsnæðið í gegnum RS-485 bus. Einnig hægt er að byrja smátt og auðveldlega stækkað við sig í framtíðinni þar sem stöðvarnar koma í 32, 128, 512 innganga útgáfum og ekki þarf að skipta um stöð ef óskað er eftir að fjölga inngöngum heldur er nóg að uppfæra hugbúnað.
Auðvelt er að tengja stöðina við skýþjónustu Microsoft Azure og mySmartControl appi gegn aukagjaldi og býður Nexen upp á að þjónusta kerfin yfir fjartengingu, allt frá því að lesa út úr aburðum kerfis yfir í að bæta við/breyta notendum eða aðgangskortum, viðskiptavinur ákveður hvort heimild Nexen sé ótímabundinn eða tímabundin heimild gefin frá lyklaborði kerfis.
Til að tryggja sem mesta öryggi og ekki sé hægt að klóna aðgangskort þá eru öll samskipti við stýringar og aðgangslesara kóðað með Desfire EV2.
Einnig er hægt að tengja saman aðra stöð fyrir rendundancy tengingu sem sem þýðir þá að báðar stöðvarnar sjá um að stýra öllu kerifnu. Ef önnur bilar þá sér hin um að stýra öllu, ef bus-kapalinn slitnar þá munu báðar sjá um að stýra öllum búnaði úr sitthvorri áttinni.
Skoða skal vel tengimyndir að neðan og muna að aldrei má stjörnutengja bus-inum.
Hefðbundin tenging
Að ofan er einfölduð hefðbundin tengimynd, RS-485 bus-inn er tengdur í seríu og má aldrei stjörnutengja og skal ekki vera lengri en 1200m. Bus-inn verður að fara frá UNii aðalstöð að næstu bus-einingu og frá þeirri að næstu og svo koll af kolli. Athuga að lyklaborð innbrotakerfis tengist beint á bus-inn.
Reduntant
Að ofan er reduntant tenging án búnaðar. Hérna eru notaðir 2 bus-ar, annars vegar er 1 bus á milli stöðva sem skal vera heill en ekki með samtengingum. Svo er hinn businn notaður fyrir búnað og báðir endar þeirra tengjast einnig í sitthvora stöðina.
Þetta tryggir að það sé alltaf virkni á kerfinu, ef önnur stöðin verður óvirk þá mun hin sjá um að stýra öllum búnaði, ef bus-kapallinn slitnar á miðri leið þá munu báðar stöðvar sjá um að stýra öllum búnaði úr sitthvorri áttinni
Reduntant virknin virkar eingöngu á UNii 128 og UNii512, einnig þarf að kaupa leyfi sem er eingöngu rukkað einu sinni.