ARCS-A
ARCS-B
ARC1S
Víraðir lesarar
Með STid Mobile geta notendur nú notað snjallsímann sinn eða Apple snjallúrið til að stjórna aðgangi með STid Mobile ID®. Þessi lausn gerir hefðbundin aðgangskort óþörf, nema þegar þráðlausir lesarar frá Assa Abloy eru einnig notaðir í kerfinu.
STid Mobile ID® appið umbreytir hefðbundnum aðgangskortum í stafrænt form og geymir þau á Android™ eða iOS® snjallsímum. Stafrænt kort og hefðbundin kort geta verið notuð samhliða, og appið er ókeypis aðgengilegt í Apple Store og Google Play Store.
Kerfið er bæði notendavænt og hagkvæmt. Engin mánaðarleg gjöld fylgja, aðeins þarf að greiða einu sinni fyrir stafrænt kort. Ef starfsmaður hættir er einfalt að afturkalla kortið og úthluta því á annan notanda án aukakostnaðar.
Ólíkt mörgum öðrum kerfum þarf ekki að aflæsa símanum eða opna appið til að nota STid Mobile ID®. Notendur geta einfaldlega sett símann eða snjallúrið fram fyrir lesara. Fyrir aukið öryggi er einnig hægt að stilla kerfið þannig að síminn þurfi að vera aflæstur og einnig er hægt að bæta við fjölþátta auðkenningu, til dæmis með PIN-númeri eða fingrafaraskanna.
Að auki er hægt að fá veðurhlífar fyrir ARCS lesara og spacera ef lagnir eru utanáliggjandi.